29.3.2010 | 18:29
Já góðan daginn!!!!!!
Sælir les(endur) góðir og verið hjartanlega velkomnir á þennan fyrirlestur minn.
Það hefur margt oft sannað sig að margur er klár þótt hann sé smár. Ég er nú bara mjöööög ánægður
með málin hjá mér núna. Er að standa mjög vel í skólanum og er búinn að skila inn 4 verkefnum í jarðtækni og einu prófi í stjórnun rekstur og öryggi. í þessi 5 skipti hef ég bara farið einu sinni niður fyrir 8 í einkunn og við skulum nú ekkert vera að tala um það neitt.
Og svo er það komið... PÁSKAHRETIÐ. Já þið lásuð rétt, páskasnjórinn er kominn og vonandi bara að það eigi eftir að bæta í. Og þið sem hélduð að vorið væri að koma þá eruð þið ekki alveg í takti við samtímann, því að ég veit ekki betur en að veturinn sé alveg fram í maí. En vonandi að enginn hafi nú verið jafn vitlaus og kaninn. Já haldið þið ekki að hann hafi bara tekið sig til og valtað yfir snjóskóflurnar í orðins fyllstu merkingu, þeir legðu sér bara valtara og VÖLTUÐU yfir þær.
Þvílíkir vistleysingar. En svona getur mannskepnan nú oft verið eitthvað úti að aka, eða öllu heldur úti að valta. (Þetta átti að vera brandari) þannig að þið megið alveg hlæja sko.
Það er rúmur mánuður í próf, SHITT hvað það er stutt. Ég bara áttaði mig ekkert á því fyrr en ég sá það núna þegar ég skrifaði það. Óbojóbojóboj obobob.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2010 | 17:37
Gleðilegt nýtt ár 2010
Það er ekkert smá skrítið að skrifa 2010 því að í stað þess að gera alltaf tvö núll í röð þá er bara eitt núll og stafur í milli og svo núll aftur.
Árið 2009 var sko viðburðarmikið og allt í óvissu til að byrja með en svo fór landinn að taka við sér og fatta að það væri alveg hægt að lifa þótt það væri kreppa bara aðeins að minnka við sig. Það þurfti ekki alltaf að vera að fara einu sinni á ári og allt að 3 sinnum á ári til útlanda. Fólk fór loks að uppgötva hver landið okkar er fagurt og hvað það hefur upp á mikið að bjóða.
Ég er sjálfur er ekkert hissa á þessari kreppu ég vissi að hún kæmi einhverntíman og því fyrr því betra því að þá er hún bara búin og það á eftir að koma góðæri aftur eftir segjum svona 5 ár. Ég er samt ekkert viss um að það verði farið í mikið af nýbyggingum heldur verður farið að gera við og halda þeim hýbýlum sem til eru hérna því að það eru til yfirdrifið nóg af húsum hérna á Íslandi og það eru heilu hverfin sumstaðar sem eru bara draugahverfi fyrir það að verktakar voru að byggja og byggja því að þá voru til "nógir peningar" eða það héldu menn. Bankarnir að lána hinum og þessum lán fyrir margar milljónir og sögðu að þetta væri allt í góðu og myntkörfulán væru besti kosturinn, en þvílík vittleisa sem það er. Menn voru leiddir í gildru allir landsmenn og það sem verst er að bankastarfsmennirnir voru plataðir og þeim sagt að þetta væri það besta í þá, og þeir trúðu því bara eins og ekkert væri. En í raun var bara verið að ræna Ísland frelsinu og lýðræði. Ég sé ekki betur en að við séum að fara undir Hollendinga og Breta næstu áratugina eftir að það var samþykkt á alþyngi að gangast undir að borga þessar milljarðaskuldir. Þannig að þetta er aftur orðið þegar við vorum undir Dönum, en bara aðeins verra því að núna erum við bara komin undir tvær þjóðir. Hvert erum við að fara, við þurfum að horfa upp á börn, barnabörn og barnabarnabörn borga þessar skuldir. Þetta er náttúrlega bara fáránlegt, ég segi að við hefðum bara átt að reka þennan samning í fésið á Bretum og Hollendingum og standa á okkar rétti og segja þeim að þeir hefðu átt að vita betur.
Ég er brjálaður. Þetta kemur niður á okkur á allan hátt þótt svo að menn virðast ekki taka eftir því, þetta kemur niður á árangri okkar í vinnu, skóla og bara í okkar almenna lífi. Við erum alltaf eitthvað að hugsa um þetta. þúsundir manna eru atvinnulausir og sjá ekki fram á að getað framfleitt fjölskyldum sínum og þurfa þess vegna að leita sér hjálpar.
Við vorum eitt sinn talin ríkasta þjóð í heimi og vorum vel virt og vorum mjög vinnslæl en sjáið í dag, við erum enn vinsæl. Það var litið niður á okkur í byrjun en svo fóru menn að átta sig á því að við myndum ekki gefast upp og það hefur sannað sig heldur betur. Það líður ekki langt þangað til að við reisum okkur upp úr þessum skít og verðum bara betri og vitrari fyrir vikið að hvað?? Verðum eins vitlaus og við vorum, förum að flytja inn heilu farmana af bílum og eiða eins og enginn sé morgun dagurinn. Taka lán fyrir sjónvarpi, það er bara asnarlegt að taka lán fyrir sjónvarpi. Ef mann langar í sjónvarp þá þarf það bara það gott að þú sjáir hvað er á skjánum og búið 14.000 kr sjónvarp er alveg nógu gott.
En ég er hættur þessu nöldri, þetta er komið gott.
adios
Narfi Freyr
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2009 | 19:11
Jólin og próf
Jaaaá sææælllll eins og maðurinn sagði.
Bara búinn að blogga einu sinni á þessu ári og það var í Mars. Ég verð nú bara að viðurkenna það að ég var bara búinn að gleyma því að ég væri með bloggsíðu svo hefur líka bara verið fáránlega mikið að gera hjá mér upp á síðkastið og verður það um jólin því að ég verð að vera að læra undir þau próf sem ég klúðraði í jólaprófunum gaman, gaman. En svona er þetta bara lífið er ekki alltaf dans á rósum og það er heldur ekki búið þótt svo ég hafi ekki náð öllum prófunum eða ég er allavega ennþá á lífi ;)
Svo er líka fáránlega dýrt að falla maður. Eitt stk. upptökupróf kostar 10.000 kall. Þannig að ég mæli ekki með því að þið sem ættlið að fara í HR einhverntíman að falla ekki í neinu einasta prófi og ég er líka búinn að ákveða það núna að ég ætla bara að læra eins og brjálæðingur og rústa öllum þeim prófum sem ég þarf að taka í framtíðinni og ég ætla sko ekki að sína mér neina miskunn. Í íbúðinni sem ég verð í í framtíðinni þegar ég verð í skóla þá verður ekkert sjónvarp, engin leikjatölva bara ég ískápur, örbylgjuofn borð stólar, bækurnar og tölva til að læra í punktur
Því að ég er búinn að kynnast því á þessari önn að ef maður ætlar að vera í skóla og læra þá eru sjónvörp, leikjatölvur og tölvur einn mesti tímaþjófur sem til er og maður óskar sér þess heitt að ekkert af þessum tækjum séu hreinlega bara ekki til. En eins og ég sagði hérna áðan eða kannski ekki nákvæmlega eins og ég er að fara að tala um núna að þá er tölva samt nauðsynleg til að vera í skóla því að maður þarf alltaf að vera á netinu inn á sínu svæði hjá skólanum og fylgjast með því t.d sem kennarinn er að setja þar inn og líka bara til að afla sér upplýsinga af netinu og svo er maður líka helmingi fljótari að vinna á tölvu heldur en að handskrifa allt niður.
Svo eru jólin að koma einu sinni enn. Mér finnst bara eins og þau hafi verið í gær. En það er víst að verða liðið ár síðan já eða 3 dagar í árið. Svona er þetta bara maður verður eldri með hverri mínútu þótt svo maður fynni það ekki eða allavega ekki ég.
Óskið mér góðs gengis í prófunum í vor og í framtíðinni því að ég óska öllum góðs gengis í því sem þeir taka sér fyrir hendur.
adios
Narfi Freyr
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2009 | 21:20
Kominn inn í Súlur jibbí
Jæja er þá ekki kominn tími á eina færslu eða hvað? Jú held það bara.
Þá er maður orðinn meðlinur í björgunarsveitinni Súlum á Akureyri ekki slæmt það en eins og svo margir vita þá er ég búinn að vera sem nýliði hjá sveitinni í rúmt eitt og hálft ár að ég held 18 mánuðir og það var sá tími er bara sá skemmtilegasti tími sem ég hef upplifað, og lært mikið af því.
Svo gaf hnéð sig aftur í fyrradag sem var ekkert gott en samt ekki næstum eins vont og þegar það gerðist í fyrsta skipti enda þá líka fór liðbandið í sundur. En þetta var bara tognun núna að ég held og vona því að ég get alveg labbað og skokkað og allt það. Það eina er bara að það er svo hrikalega bólgið að það er ekki eðlilegt.
Það snjóaði óendanlega mikið um síðustu helgi og í byrjun vikunnar og þvílíkir skaflar maður að það var ekki eðlilegt og allt púðursnjór. Ég var að bera út á mánudeginum og var að fara heim að einu húsinu sem var önuglega 3 metra hár skafl við og sökk upp að mitti, og ég fór alltaf nær og nær horninu á húsinu og ég hélt að ég væri bara að fara að renna með fram því ofan í snjóinn. og kæmi ekkert upp aftur fyrr en í vor, en sem betur fer þá slapp það til. En þvílíkt og annað eins hef ég bara ekki séð í langan, langan tíma, bara í 2-3 ár held ég.
Núna er samt kominn alveg snilldar snjór fyrir sleða váááá maður hann er svona harður og pínu laus snjór ofan á og það er bara snilld, held maður fái bara ekki betra færi en þetta.
Bless.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2009 | 19:26
Gleðilegt árið allir saman.
Gleðilegt árið og vonandi að allir hafi haft það sem allra allra best yfir hátíðarnar.
Nú er þrettándinn genginn í garð og þá munu jólin vera búin og það er ekki alltaf gaman skal ég segja ykkur eða það er sko bara aldrei gaman að jólin séu búin. En svona er þetta bara þau koma og svo bara fara þau aftur. Þá er það bara að bíða eftir þorrablótinu sem er á næsta leiti eða já svo sem því að það er jú 14 febrúar. Já á sjálfann valentínusardag maður, ekki slæmt það, að byrja daginn á að gleðja kærustuna/konuna með einhverri gjöf eða eitthvað og bjóða henni út að borða og í leikhús eða eitthvað, já eða bara að eitthvað enn betra að bjóða henni út að borða í Hrísey á þorrablót og svo á BALL á eftir með Sixties ekki slæmt það. En af því að ég er bara einn þá er ég ekkert að vellta þessu neitt svakaleg fyrir mér neitt, datt bara svona í hug að koma þessu hérna að J Held ég hafi þetta nú ekkert mikið lengra í bili, bið bara að heilsa öllum. Narfi Freyr.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2008 | 04:00
Náði prófunum, jól og fleira þá meina ég sko fleira.
Smá ensku sletta hér á ferðinni. Ég veit hvað klukkan er þegar ég er að skrifa þetta.
Þá eru bæði prófin búin sem ég fór í eða já fyrir hehe tveimur vikum síðan og já ég náði þeim báðum sem er gott því að þá get ég haldið áfram eftir jól, en ef ég hefði fallið í öðru hvoru faginu þá hefði ég nú samt fengið að halda áfram það er ekki það, bara það að þá þarf ég ekki að vera að hugsa um það mikið lengur og það er bara frá sem er gott.
Já þá er það bara fögin sem tengjst smíðunum sem eru eftir sem ég tek eftir jól og þegar það er búið þá get ég tekið sveinsprófið sem er þá í vor eða í maí og þegar það er yfirstaðið þá er ég kominn með sveinspróf og get kallað mig smið sem verður gott. Svo verður það bara að koma í ljós þegar nær dregur vori hvað ég geri næsta haust. Hvort ég fari í meiri skóla og mennta mig sem tækknifræðing. Eða fer í meistara skóla eða hvað. Það verður bara allt að fá að koma í ljós. Svo gæti ég kanski allt í einu fengið þá flugu í höfuðið að fara að læra eitthvað allt annað eins og veit ekki hvað bara eitthvað allt annað. Maður er svo ungur ennþá. Ekki ættlunin að móðga neinn því að maður getur líka lært þegar maður er orðinn gamall eða já eldri en ég J.
Svo er ég alltaf að leita mér að íbúð til að vera í, eftir áramót því að ég er ekki að nenna að vera heima í ey og keyra alltaf hvern morgun til að fara í skólann. Það er bara vesen að láta vera fara klukkutíma einn og hálfan kanski í ferðarlag á hverjum degi þegar maður getur verið að læra.Þá held ég að það sé betra að vera bara inn á Akureyri í sinni íbúð og læra. Svo fara nú jólin að fara að koma já bara í næstu viku nánar tiltekið á miðvikudaginn í næstu viku. Alltaf gaman á jólunum en það er bara eitt sem er leiðinlegt við það að það koma jól að það er það hvað þau eru alltaf fljótt búinn. Og svo er það bara ársbið sem tekur við. En hún er nú samt aldrei lengi að líða því að það er yfirleitt svo mikið að gera hjá manni að maður gleymir hvað hvert ár er lengi að líða hjá og hvað maður er orðinn gamall og allt það. Þegar maður er kominn í framhaldsskóla þá finnst manni þetta vera bara allt of fljótt að líða eða það finnst mér allavega því að ég er búinn að vera 5 ár í menntaskóla og ég skammast mín ekkert fyrir að vera búinn að vera 5 ár í menntaskóla en ekki 4 eða 3 eða 2 ár eins og sumir eru og það er bara frábært að það skuli vera einhverjir sem geta lokið þessu á 2 árum því að það er ekkert létt.
Ég er bara þannig gerður að ég er ekkert mikið gefinn fyrir mikið bóknám er ég meina ég er ekki einn um það, það er nátturlega ekkert gaman að vera svona en kommon, hvernig væri heimurinn ef að allir væru eins. Dísús ég get ekki einusinni ýmindað mér það, það væri hræðilegt. En hvað er málið með þessi mótmæli þarna fyrir sunnan og alla vittleisuna í því. Ég er ekki allveg að skilja þetta, alltaf að kasta eggjum og berja á hurðar í Landsbankanum og kasta eggjum í Alþingishúsið, eins og það geri eitthvað betra með að láta reiði sína bittna á dauðum hlutum. Jú það er að vísu eitt sem gerir það betra, það er það að þá eru það ekki menn sem verða fyrir árás. En ég meina kommon er þetta ekki orðið ágætt bara, það er enginn að hlusta á þetta lengur þetta er bara orðið að rútínu hjá þessum ráðamönnum, það að mæta í vinnuna sína hlusta á einhverja hrúgu af fólki sem eru að þykjast vera eitthvð líðræðisleg með því að vera grímuklætt og vaða inn í Landsbankann og fleiri byggingar og krefjast einhvers sem er ekki hægt að gera nema það komist á friður og ró. Þetta er nú bara orðið ágætt því að það er enginn sem er að hlusta á ykkur lengur nema einhverjir fréttamenn sem fynnst þetta áhugavert. Nei heirðu það er verið að mótmæla niður í bæ best að fara þangað og taka það upp þetta er eitthvað fréttnæmt, þetta er búið að vera í fréttum í tvo eða þrjá mánuði 2-3 fréttir eða ekki fleiri á hverju einasta kvöldi er eitthvað um mótmæli er ekki komið nóg að þessu. Það finnst mér allavega. Ekki myndi ég villja vera frétta maður í dag, alltaf að segja frá því sama, mótmæli í dag, ooh nei þetta er eitthvað merkilegt. Daaaa nei.
Þegar ég sé mótmæli í blöðum eða fréttum þá fæ ég bara æluna næstum því upp í kok, er búinn að fá nóg að þessu. En þetta er bara ég....
En eins og það er líka verið að tala um þá byrta fjölmiðlar alltaf þau mótmæli sem eru friðlausust og fara mest úr böndunum en gleyma þeim mótmælum oftast sem fara friðsamlegar fram eða byrta allavega minna um þau. Bara af því að það er ekki eins mikill hasar í þeim að ég held. En já svo er það kanski vittlaust af mér að vera að tala bara um mótmæli í Reykjavík en það er eitt sem að gerir það að verkum og það eru enn og aftur fjölmiðlarnir. Þeir eru ekki að tala eins mikið um þau mótmæli sem fara fram út á landi því að Reykjavík er svo frábær og best í öllum heimi.
Svo eru það þessir vittleisingar þarna þessir karlar sem settu okkur á hausinn og gerðu allt vittlaust. Það er verið að tala um að þeir hafi verið búnir að plana þetta allt hvernig þeir ættu að ná af okkur peningunum og hvernig þeir ættluðu að svindla á skatti og bönkunum og já bara öllum.En það er eitt sem mér finnst bara svo undarlegt hvernig það var hægt að setja heila þjóð HEILA ÞJÓÐ á hausinn hvernig er þetta hægt án þess að vera með alla þessa stóru banka og ríkisstjórn með sér í þessu. En það er bara ein skoðun mín af mörgum í þessu máli. En svo er það líka eitt sem mér fannst vera orðið frekar gruggugt í þessu öllu, það er það að þessir stóru karlar voru með bankareikninga út um allann heim og hús og eignir og áttu fullt af fyrirtækjum og voru svo að selja eignir á milli þessara fyrirtækja, þá fór maður að spurja sig er þetta nú ekki eitthvað skrítið eru þeir ekki að selja sjálfum sér þetta allt alltaf aftur og aftur og græða mikið á þessu og svo þegar það kemst eitthvað upp þá bara reka þeir upp eitt stórt HA og skilja ekkert í þessu eins og með þetta fyrirtæki þarna eða hvað það nú var sem enginn kannaðist við að eiga.
Jæja þá eruð þið búin að fá reiði mína á þessu öllu beint í æð og skiljið kanski ekkert í þessu hjá mér en mér er allveg sama um það því að ég bara varð að koma þessu frá mér.
Kv: Narfi Freyr.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2008 | 14:56
Próf próf próf
Jæja þá eru blessuð jólin að koma einu sinni enn sem er bara gaman, en það er alltaf einn fylgifiskur sem er ekkert alltaf jafnskemmtilegur sem fylgir þeim þegar maður er í skóla. Það eru prófin.
Er s.s búinn að taka eitt próf af 2 sem er STÆ og held mér hafi bara tekist þetta núna. En ég segi þetta nú alltaf bara til að vera ekki neikvæður en neikvæðnin og þetta æi ég féll pottþétt er alltaf svona nett inní manni. En ég ætla nú bara rétt að vona að ég hafi náð núna annars verð ég brjálaður.
Svo er það bara Dan á morgun. Búinn að vera að læra undir hana á fullu og gengið bara vel. En eins og ég segi núna bara þá nenni ég ekki að vera að spá mikið í því hvort ég hafi náð eða ekki heldur bara verður þetta að koma í ljós þegar það kemur í ljós.
Eins og þeir sem nenna að lesa bloggið mitt lásu um daginn að ég væri kominn í hljómsveit þá er komið nafn á hana því að sá sem var að kinna okkur á svið sagði; og svo er ætlar hér að fara að koma á svið alvöru hljómsveit rokkhljómsveit og spila fyrir okkur, ja veit nú ekkert hvort hún hafi nafn en eigum við ekki bara að seigja Gresjuúlfarnir.. Og við erum 5 í henni og við drápumst allir úr hlátri.
Jæja en ætla að fara að læra meira. bæbæ.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2008 | 16:50
Allt og ekkert.
En ég myndi fara eins að ef ég væri búinn að lána e-h pening sem hann hefði bara eitt í vittleisu og kæmi svo og byði mig um meiri pening af því að hann sé búinn að eiða öllum hinum peningnum í vittleisu.
Ég segi nú samt kanski ekki að þjóðin sé búinn að eiða öllu í vittleisu en það er mikill hluti í þessu sem tengist óneitanlega útrás bankanna, og ofurlaun bankastjóra, þing og ráðamanna. En ef þetta hefði ekki farið út svona mikkla vittleisu með ofurlaunin þá værum við ekki svona illa stödd í dag. Við værum nátturlega illa stödd en ekki komin á hausin kanski því að það var svo gríðarlegur peningur sem fór í þessi ofurlaun, ég meina einn var með tæpar 65 milljónir í mánaðarkaup. Þetta er svo marg marg margfallt þau æfilaun sem ég á eftir að hafa og mörg þúsundir manna hérna í þjóðinni.
En að öðrum málum. Ég er kominn í hljómsveit, og nei hún heitir ekkert er búinn að spurja strákaana að því. Hún er innan tónlistarskólans og við erum fimm í þessari sveit. Það eru þrír sem spila á gítar, einn á bassa og ég sé um að berja húðirnar. Þetta er bara rosalega gaman að fá að vera með í hljómsveit og sérstaklega af því að ég var beðinn um að koma í hana. Þannig var sko mál með vexti að drimbillinn hjá þeim varð að hætta út að e-h veit ekki út af hverju og kennarinn minn spurði hvort ég myndi getað verið í bænum og spilað með þeim og auðvitað sagði ég já. Því að ég hef nefnilega einu sinni sagt nei eða s.s veit ekki ég ættla að hugsa aðens málið og það þíðir sko hjá mér í stuttu máli nei því að ef maður segi þetta þá finnst manni eða allavega mér svo asnarlegt að fara til þess sem spurði mann, eeee er tilboðið enn í gnagi.
Sá sem spurði mig er Eyþór Ingi sem vann söngvakeppni framhaldsskólanna og ef ég hefði sagt já þá hefði ég hugsanlega verið að spila þar, svo vann hann líka bandið hanns Bubba eins og svo margir muna eftir í fyrra.
En annars held ég að þetta sé nú bara orðið gott af efni í dag ættla að bíða í nokkra daga til næstu færslu til að hafa eitthvað bull að segja haha.
Bless í bili þá.
Narfi Freyr.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2008 | 12:55
Aftur Hné
En það er eitt sem er að battna í heiminum og það er að alþjóðagjaldeirissjóðurinn ekkert smá orð en að hann ættli að lána okkur um 2 milljarða dollara en mættu samt vera mikklu meira því að þeir hafa efni á að lána eitthvað um 200 og eitthvað milljarða dala svo þeir mættu nú allvega lána okkur svona tvo til fjóra milljarða í viðbót eða vara 10 milljarða.
En svona er þetta þeir villja ekki lána meira og það er þá bara þeirra mál en ekki mitt eða jú pínu mitt og okkar því að við viljum meira. En ég held nú að við ættum samt bara að vera ánægð með það sem við fáum og ekkert að vera að kvarta því að það eru margir sem eru í mikið verri stöðu heldur en við.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2008 | 21:59
Hné
Jæja ég er búinn að fara í tékk aftur og ég er alveg óslitinn og allt í lagi með hnéð að öllu leiti nema að liðþófin gæti verið skemmd eða sködduð. En ég fór ekki í myndatöku en fer í hana nú 29 sept svo þá kemur þetta allt betur í ljós, en er orðinn pínu óþolinmóður á að bíða alltaf svona eftir þessu. En svona er þetta, þetta gengur ekki alltaf alveg klakklaust fyrir sig.
Björgunarsveitin fer svo að fara á fullt eftir helgi, já bara á morgun s.s mánudag. Þá þarf að taka til og eitthvað svona að gera fínt áður en þetta fer á fullt. Maður verður nú að taka þátt í því og sína að maður sé til í að hjálpa því að það þíðir ekkert að skrá sig í sveitina án þess að gera nokkurn skapaðan hlut. Þetta er jú sjálfboðastarf og undir okkur komið að gera þetta s.s þetta er okkar ákvörðun.
Svo er bara að vona að ég verði klár í hnénu bara sem allra allra fyrst til að geta farið að klifra og farið í fjallgöngur og eitthvað svoleiðis sem getur reynt á hné og mann sjálfan þannig að núna er bara að fara og æfa hnéð á fullu þegar ég fæ leifi um að mega reina eitthvað á það að alvöru.
Ég er nú ekkert að hlífa því heldur neitt rosalega, er jú byrjaður að vinna á fullu og geng upp og niður stiga 100 sinnum á dag eða eitthvað, svo að ég verð nú ekkert alveg máttlaus í hnénu þegar þetta er búið að jafna sig. Verð svo bara að hreifa mig reglulega, sund og rækt því að ég ætla ekkert að spila meiri fótbolta í bili nema þá í sumar til að gera ekkert illt verra og vera ekkert með í sumar. Svo ég ætla bara að taka mér frí frá fótbolta fram í sumar allavega og sjá svo í vor hvernig ég verð í hnénu.
En það fyndnasta við þetta er það að ég var ný búinn að jafna mig í vinstra hnénu eða já svona var alveg að verða búinn að jafna mig fann alltaf aðeins til í því þegar ég var að reyna á það s.s í fótbolta og svo í 2 eða 3 æfingunni minni í svona alvöru fótbolta innanhús ekkert eitthvað miðju kjaftæði neitt, þá bara fer hitt hléið. Ég þakka nú samt Guði fyrir að ég hafi nú verið búinn að jafna mig ja næstum að fullu í hnénu því annars hefði ég nú bara verið í hjólastól, en vitið þið það að ég hefði nú ekkert verið að fara í fótbolta ef ég væri ekki búinn að jafna mig í hinu hnénu.
Mér finnst þetta nú samt bara hálf fyndið og pínu brandari að ég að öllum mönnum hafi rústað báðum hnjánum á mér og það á sama sumrinu. Þetta er nú svona hálf kaldhæðnislegt er það ekki?
Fyrst skurður á vinstra hnénu ekkert stór en samt nógu stór til að það þyrfti að sauma 3 spor og svo þetta með hægri hnéð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)