Færsluflokkur: Dægurmál
14.9.2008 | 22:34
Hnémeiðsl og flugvél.
En þetta er bara alveg dæmigerður ég.
En þetta kemur nú allt í ljós á þriðjudaginn, þá fer ég í myndatöku og þetta skírist betur. Vona bara að þetta sé ekki það sem ég held og sem læknirinn sagði að þetta séu liðböndin.
Er búinn að heit ótal sögur af fólki sem hefur slitið eitthvað og það er alltaf að segja að því sé illt í hnjánum ef það er að reyna eitthvað á þau. Svo ég ætla bara að vona að þetta séu ekki þau því að það er ekkert skemmtilegt að spila fótbolta og þurfa svo alltaf að hætta í miðjum leik, æi er svo illt í hnénu, búhú.
Ætla bara að biðja til Guðs núna á hverju kvöldi og vona að fótboltinn sé ekki búinn fyrir mig. Þá verð ég reiður og sár. Og þegar eitthvað svona á í hlut þá þíðir ekkert að tala um það við mig því að ef það er eitthvað svona þá loka ég á það bara held ég.
En að öðru.
Er byrjaður á fullu að smíða flugvélina og skrokkurinn er alveg að verða kominn saman, á bara eftir að sníða hliðarnar og setja toppinn á þá er hann kominn.
Svo er það vængurinn ÚFFFF.. Hann verður erfiður. Það er sko föndurvinna. En þegar þetta er búið og líka að klæða hana þá verð ég sko ánægður. Bara búinn með mína fyrstu flugvél og það frá GRUNNI vinur.
Dægurmál | Breytt 21.9.2008 kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2008 | 17:24
Slakt hjá manni.
Jæja það var kominn tími á nýa færslu sé ég. Er ekki búinn að skrifa síðan í byrjun Maí, sem er frekar slakt.
Það er búið að vera mikið um að vera í sumar og þar á meðal var farið með strákunum héðan í útilegu í Vaglaskóg, Hríseyjarhátíð, Ættarmót helgina eftir það og svo náttúrlega Versló þannig að það var liggur við bara skemmtun í mánuð ef svo má að orði komast.
Svo er skólinn náttúrlega að fara að byrja aftur og svona bara það venjulega sem fylgir því, Snjór og læti.
En við skulum nú ekki velta okkur upp úr því mikið núna er það? En já ég fer svo í björgunarsveitina aftur og klára prógrammið þar og verð svo tekinn í hana í vor um leið og ég klára smiðinn. Þannig að ég er að klára allt núna þennan veturinn sem er fínt bara að vera loks laus við skólann, nei segi svona, það að vera í framhaldsskóla er nefnilega ekki bara alltaf að sitja á skólabekk og sitja sveittur alla daga þó svo sé, nei en það er líka fullt að gera annað í kringum hann sem er svo skemmtilegt. Eins og allskonar dagar, opnir dagar sem eru 2-3 dagar að mig minnir eða vika man það bara ekki alveg.
Og svo eru fullt af böllum og svona líka.
Ég læt þetta gott heita í bili allavega má ekki klára allt núna og hafa svo ekkert til að segja frá í næstu færslu.
Þannig að þangað til næst. BLESS, BLESS.
Dægurmál | Breytt 21.9.2008 kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2008 | 19:28
PRÓÓÓÓF!!!!!
En ég ættla ekkert að vera að svekkja mig á því sem ég veit ekki en ég hef alveg lúmskan grun um þetta.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2008 | 20:33
Próf eftir 3 vikur. :-)
Jæja nú verður tekið á því. Það er búið að vera geeeeððððveikt veður núna síðustu daga og ég held nú barasta að það sé komið vor í loftið. Held allavega og vona svo innilega að það sé ekkert að fara að snjóa neitt. Því satt best að segja er ég kominn með nóg af snjó í bili.
Ekki það að það er alltaf gaman í jeppaferðum á snjó og á sleða, bara hann á að vera á fjöllunum en ekki inn í bænum hann hefur ekkert þangað að sækja nema vera keyrt á honum og valda slysum og vera rutt í burt. Veit ekki með ykkur hvað þið ættlið að gera í sumar en ég er allavega að fara á eitt stykki ættarmót, enda kominn tími til því að það hefur ekki verið ættarmót í þessari ætt frá 92" eða eitthvað. Og það er allt of langur tími.
Enda var ég að tala um það í vetur að það þyrfti að fara að halda ættarmót og ég vil meina að ég hafi komið þessu öllu af stað. Að þetta hafi bara spurst út frá mér. Hehe.
Svo er markmiðið að hitta vini og vandamenn í sumar og bara skemmta sér þess á milli sem maður er að vinna. Því að það er ekkert líf án skemmtunar eða það segi ég allavega.
Það er ekki nema 3 vikur í próf og ég fer bara í 1 próf sem er stæ 122. sem ég er by the way að taka í annað skiptið og mér er alveg sama þó það séu einhverjir sem hlæja eða eitthvað því að þá eiga þeir bara við vandamál að stríða.
Svo er það bara að vinna fram undan í eitt ár því að ég fer svo ekki í skóla aftur fyrr en næsta vor er ég klára smiðinn sem verður nice. Og svo veit ég ekki alveg hvað ég geri hvort ég fari í skóla bara strax eða vinna í eitt ár eða hvað. En ég er svona að spá í að fara bara strax í skóla um haustið því að þá er maður ekkert búinn að bíða og segja svo æi ég fer næsta haust o.s.frv, heldur bara að klára þetta af maður það er langtum best.
Sundlaugin verður klár í sumar sem er snilld þá getur maður farið að fara í sund loksins heima í Hrísey í hvað? Ár eða svo? Vá en samt er tíminn búinn að vera sko geðveikt fljótur að líða og allt það því að mér finnst bara eins og þeir hafi byrjað á þessu í haust. En svo er sko aldeilis ekki.
Svo fer náttúrlega fótboltinn að fara af stað og við verðum með eins og alltaf. En það hefur nú alltaf gengið svona upp og niður en hvaða væl er þetta, okkur gengur bara alltaf eins vel okkur getur gengið því að við bara gerum okkar besta og ekkert múður með það.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.4.2008 | 20:35
Þetta er bara fínt
Mér líst bara svona ljómandi vel á þetta blogg að ég held ég verði bara hérna allavega í bili.
Þetta er svona aðeins öðruvísi sem gefur að skilja en það er bara hollt að breyta til annað slagið. Er á fullu í skólanum eins og vanalega og í vinnunni og fer í prófið 7 maí sem er svo mikið sem miðvikudagur og þá er ég bara kominn í sumarfrí eða já þannig séð, en verð náttúrlega að vinna á fullu. S.s ég verð kominn í sumarfrí frá skóla sem er nice. Og svo fer svifflugið í gang á morgun sem er bara gott. Og ég ætla að ver duglegur í því í sumar og reyna að ná solo í því.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.4.2008 | 19:37
Prufa.
Ákvað að prufa þetta kerfi og mér bara líst ágætlega á þetta. Langaði bara aðeins að brjóta þetta upp og skipta um. vera aðeins öðruvísi en hinir.
Hvað mig varðar þá er bara allt gott að frétta og bara gengur vel í lífinu eins og er.
Prófin fara að byrja og ég fer bara í eitt próf sem er allt í lagi svona einu sinni, og er því búinn 7 maí því að prófið er 7 maí sem er miðvikudagur að ég held.
Þetta próf er stærðfræði sem ég svo skemmtilega vill til að ég féll í fyrir jól. Neeeeeiii, ekki gaaaman. En ég læri þetta þá bara ennþá betur fyrst ég þurfti endilega að falla í þessu. En þetta getur komið fyrir besta mann.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)