17.4.2008 | 20:33
Próf eftir 3 vikur. :-)
Jæja nú verður tekið á því. Það er búið að vera geeeeððððveikt veður núna síðustu daga og ég held nú barasta að það sé komið vor í loftið. Held allavega og vona svo innilega að það sé ekkert að fara að snjóa neitt. Því satt best að segja er ég kominn með nóg af snjó í bili.
Ekki það að það er alltaf gaman í jeppaferðum á snjó og á sleða, bara hann á að vera á fjöllunum en ekki inn í bænum hann hefur ekkert þangað að sækja nema vera keyrt á honum og valda slysum og vera rutt í burt. Veit ekki með ykkur hvað þið ættlið að gera í sumar en ég er allavega að fara á eitt stykki ættarmót, enda kominn tími til því að það hefur ekki verið ættarmót í þessari ætt frá 92" eða eitthvað. Og það er allt of langur tími.
Enda var ég að tala um það í vetur að það þyrfti að fara að halda ættarmót og ég vil meina að ég hafi komið þessu öllu af stað. Að þetta hafi bara spurst út frá mér. Hehe.
Svo er markmiðið að hitta vini og vandamenn í sumar og bara skemmta sér þess á milli sem maður er að vinna. Því að það er ekkert líf án skemmtunar eða það segi ég allavega.
Það er ekki nema 3 vikur í próf og ég fer bara í 1 próf sem er stæ 122. sem ég er by the way að taka í annað skiptið og mér er alveg sama þó það séu einhverjir sem hlæja eða eitthvað því að þá eiga þeir bara við vandamál að stríða.
Svo er það bara að vinna fram undan í eitt ár því að ég fer svo ekki í skóla aftur fyrr en næsta vor er ég klára smiðinn sem verður nice. Og svo veit ég ekki alveg hvað ég geri hvort ég fari í skóla bara strax eða vinna í eitt ár eða hvað. En ég er svona að spá í að fara bara strax í skóla um haustið því að þá er maður ekkert búinn að bíða og segja svo æi ég fer næsta haust o.s.frv, heldur bara að klára þetta af maður það er langtum best.
Sundlaugin verður klár í sumar sem er snilld þá getur maður farið að fara í sund loksins heima í Hrísey í hvað? Ár eða svo? Vá en samt er tíminn búinn að vera sko geðveikt fljótur að líða og allt það því að mér finnst bara eins og þeir hafi byrjað á þessu í haust. En svo er sko aldeilis ekki.
Svo fer náttúrlega fótboltinn að fara af stað og við verðum með eins og alltaf. En það hefur nú alltaf gengið svona upp og niður en hvaða væl er þetta, okkur gengur bara alltaf eins vel okkur getur gengið því að við bara gerum okkar besta og ekkert múður með það.
Athugasemdir
hæhæ ;)
frábært blogg hjá þér Narfi.
Halda svona áfram.
Andrea Ösp Kristinsdóttir, 19.4.2008 kl. 19:52
og hana nú ;) Flott blogg
Klara Teitsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 16:00
Oh ég vona að sumarið sé að koma. Var samt að heyra að það ætti að kólna í þessari viku, sem er ömurlegt!
En annars gangi þér bara vel í prófinu og allt það!
Svanhildur Kristínardóttir, 21.4.2008 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.