Hnémeiðsl og flugvél.

Jæja maður verður að fara að gera eitthvað í þessu, hef ekki bloggað bara frá 8 eða eitthvað man það nú ekki samt. En það er nú ekki mikið búið að gerast síðan, byrjaður á fullu í skólanum, fótbolti í salnum heima eða ekki lengur fyrir mig því að ég verð ekkert að spila fótbolta í vetur því að hnéð fór í hægri löppinni á mér. Jájá ég veit að ég er hrakfallabálkur, nýbúinn að vera meiddur í því vinstra hnénu. En svona er þetta annaðhvort er ég heppinn í fótbolta eða óheppinn s.s heppinn = tognaður ökkli eða eitthvað. Óheppinn = hné!!!
En þetta er bara alveg dæmigerður ég.
En þetta kemur nú allt í ljós á þriðjudaginn, þá fer ég í myndatöku og þetta skírist betur. Vona bara að þetta sé ekki það sem ég held og sem læknirinn sagði að þetta séu liðböndin.
Er búinn að heit ótal sögur af fólki sem hefur slitið eitthvað og það er alltaf að segja að því sé illt í hnjánum ef það er að reyna eitthvað á þau. Svo ég ætla bara að vona að þetta séu ekki þau því að það er ekkert skemmtilegt að spila fótbolta og þurfa svo alltaf að hætta í miðjum leik, æi er svo illt í hnénu, búhú.
Ætla bara að biðja til Guðs núna á hverju kvöldi og vona að fótboltinn sé ekki búinn fyrir mig. Þá verð ég reiður og sár. Og þegar eitthvað svona á í hlut þá þíðir ekkert að tala um það við mig því að ef það er eitthvað svona þá loka ég á það bara held ég.

En að öðru.

Er byrjaður á fullu að smíða flugvélina og skrokkurinn er alveg að verða kominn saman, á bara eftir að sníða hliðarnar og setja toppinn á þá er hann kominn.
Svo er það vængurinn ÚFFFF.. Hann verður erfiður. Það er sko föndurvinna. En þegar þetta er búið og líka að klæða hana þá verð ég sko ánægður. Bara búinn með mína fyrstu flugvél og það frá GRUNNI vinur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband