Hné

Jæja ég er búinn að fara í tékk aftur og ég er alveg óslitinn og allt í lagi með hnéð að öllu leiti nema að liðþófin gæti verið skemmd eða sködduð. En ég fór ekki í myndatöku en fer í hana nú 29 sept svo þá kemur þetta allt betur í ljós, en er orðinn pínu óþolinmóður á að bíða alltaf svona eftir þessu. En svona er þetta, þetta gengur ekki alltaf alveg klakklaust fyrir sig.

Björgunarsveitin fer svo að fara á fullt eftir helgi, já bara á morgun s.s mánudag. Þá þarf að taka til og eitthvað svona að gera fínt áður en þetta fer á fullt. Maður verður nú að taka þátt í því og sína að maður sé til í að hjálpa því að það þíðir ekkert að skrá sig í sveitina án þess að gera nokkurn skapaðan hlut. Þetta er jú sjálfboðastarf og undir okkur komið að gera þetta s.s þetta er okkar ákvörðun.
Svo er bara að vona að ég verði klár í hnénu bara sem allra allra fyrst til að geta farið að klifra og farið í fjallgöngur og eitthvað svoleiðis sem getur reynt á hné og mann sjálfan þannig að núna er bara að fara og æfa hnéð á fullu þegar ég fæ leifi um að mega reina eitthvað á það að alvöru.
Ég er nú ekkert að hlífa því heldur neitt rosalega, er jú byrjaður að vinna á fullu og geng upp og niður stiga 100 sinnum á dag eða eitthvað, svo að ég verð nú ekkert alveg máttlaus í hnénu þegar þetta er búið að jafna sig. Verð svo bara að hreifa mig reglulega, sund og rækt því að ég ætla ekkert að spila meiri fótbolta í bili nema þá í sumar til að gera ekkert illt verra og vera ekkert með í sumar. Svo ég ætla bara að taka mér frí frá fótbolta fram í sumar allavega og sjá svo í vor hvernig ég verð í hnénu.

En það fyndnasta við þetta er það að ég var ný búinn að jafna mig í vinstra hnénu eða já svona var alveg að verða búinn að jafna mig fann alltaf aðeins til í því þegar ég var að reyna á það s.s í fótbolta og svo í 2 eða 3 æfingunni minni í svona alvöru fótbolta innanhús ekkert eitthvað miðju kjaftæði neitt, þá bara fer hitt hléið. Ég þakka nú samt Guði fyrir að ég hafi nú verið búinn að jafna mig ja næstum að fullu í hnénu því annars hefði ég nú bara verið í hjólastól, en vitið þið það að ég hefði nú ekkert verið að fara í fótbolta ef ég væri ekki búinn að jafna mig í hinu hnénu.

Mér finnst þetta nú samt bara hálf fyndið og pínu brandari að ég að öllum mönnum hafi rústað báðum hnjánum á mér og það á sama sumrinu. Þetta er nú svona hálf kaldhæðnislegt er það ekki?
Fyrst skurður á vinstra hnénu ekkert stór en samt nógu stór til að það þyrfti að sauma 3 spor og svo þetta með hægri hnéð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea Ösp Kristinsdóttir

Láttu þér batna í hnéinu og gangi þér vel í Björgunarsveitinni

Andrea Ösp Kristinsdóttir, 28.9.2008 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband