Allt og ekkert.

Sælt verið fólkið. Ísland komið á hausinn og allir að mótmæla. Ég skil fólk ósköp vel að það sé þarna úti í nístingskulda og haldandi á skiltum sem á stendur: Burt með Davíð. Ojink ojink og mynd af e-h stjórnmálamanni og ríkisstjórnina burt, og svona mætti lengi telja. Það er margt í þessu sem ég er svosem hlynntur en þetta fólk er að reyna sitt besta til að redda málunum, en staðreyndin er nú bara sú að við klúðruðum málunum með lánið eða lánin sem við vorum með og allt fór í vittleisu og alþjóða-gjald-eyris-sjóðurinn er ekki allveg á því að lána okkur pening eins og mörg önnur lönd. En ég skil það vel því að þeir treysta okkur ekki.
En ég myndi fara eins að ef ég væri búinn að lána e-h pening sem hann hefði bara eitt í vittleisu og kæmi svo og byði mig um meiri pening af því að hann sé búinn að eiða öllum hinum peningnum í vittleisu.
Ég segi nú samt kanski ekki að þjóðin sé búinn að eiða öllu í vittleisu en það er mikill hluti í þessu sem tengist óneitanlega útrás bankanna, og ofurlaun bankastjóra, þing og ráðamanna. En ef þetta hefði ekki farið út svona mikkla vittleisu með ofurlaunin þá værum við ekki svona illa stödd í dag. Við værum nátturlega illa stödd en ekki komin á hausin kanski því að það var svo gríðarlegur peningur sem fór í þessi ofurlaun, ég meina einn var með tæpar 65 milljónir í mánaðarkaup. Þetta er svo marg marg margfallt þau æfilaun sem ég á eftir að hafa og mörg þúsundir manna hérna í þjóðinni.

En að öðrum málum. Ég er kominn í hljómsveit, og nei hún heitir ekkert er búinn að spurja strákaana að því. Hún er innan tónlistarskólans og við erum fimm í þessari sveit. Það eru þrír sem spila á gítar, einn á bassa og ég sé um að berja húðirnar. Þetta er bara rosalega gaman að fá að vera með í hljómsveit og sérstaklega af því að ég var beðinn um að koma í hana. Þannig var sko mál með vexti að drimbillinn hjá þeim varð að hætta út að e-h veit ekki út af hverju og kennarinn minn spurði hvort ég myndi getað verið í bænum og spilað með þeim og auðvitað sagði ég já. Því að ég hef nefnilega einu sinni sagt nei eða s.s veit ekki ég ættla að hugsa aðens málið og það þíðir sko hjá mér í stuttu máli nei því að ef maður segi þetta þá finnst manni eða allavega mér svo asnarlegt að fara til þess sem spurði mann, eeee er tilboðið enn í gnagi.
Sá sem spurði mig er Eyþór Ingi sem vann söngvakeppni framhaldsskólanna og ef ég hefði sagt já þá hefði ég hugsanlega verið að spila þar, svo vann hann líka bandið hanns Bubba eins og svo margir  muna eftir í fyrra.
En annars held ég að þetta sé nú bara orðið gott af efni í dag ættla að bíða í nokkra daga til næstu færslu til að hafa eitthvað bull að segja haha.

Bless í bili þá.
Narfi Freyr.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband