13.3.2009 | 21:20
Kominn inn í Súlur jibbí
Jæja er þá ekki kominn tími á eina færslu eða hvað? Jú held það bara.
Þá er maður orðinn meðlinur í björgunarsveitinni Súlum á Akureyri ekki slæmt það en eins og svo margir vita þá er ég búinn að vera sem nýliði hjá sveitinni í rúmt eitt og hálft ár að ég held 18 mánuðir og það var sá tími er bara sá skemmtilegasti tími sem ég hef upplifað, og lært mikið af því.
Svo gaf hnéð sig aftur í fyrradag sem var ekkert gott en samt ekki næstum eins vont og þegar það gerðist í fyrsta skipti enda þá líka fór liðbandið í sundur. En þetta var bara tognun núna að ég held og vona því að ég get alveg labbað og skokkað og allt það. Það eina er bara að það er svo hrikalega bólgið að það er ekki eðlilegt.
Það snjóaði óendanlega mikið um síðustu helgi og í byrjun vikunnar og þvílíkir skaflar maður að það var ekki eðlilegt og allt púðursnjór. Ég var að bera út á mánudeginum og var að fara heim að einu húsinu sem var önuglega 3 metra hár skafl við og sökk upp að mitti, og ég fór alltaf nær og nær horninu á húsinu og ég hélt að ég væri bara að fara að renna með fram því ofan í snjóinn. og kæmi ekkert upp aftur fyrr en í vor, en sem betur fer þá slapp það til. En þvílíkt og annað eins hef ég bara ekki séð í langan, langan tíma, bara í 2-3 ár held ég.
Núna er samt kominn alveg snilldar snjór fyrir sleða váááá maður hann er svona harður og pínu laus snjór ofan á og það er bara snilld, held maður fái bara ekki betra færi en þetta.
Bless.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning